03 desember

fjórði og fimmti í tjallens

Ég keypti niðurtalningar kerti áður en Hulda og Gaui fóru og sá fyrir mér að ég myndi sitja í eldhúsinu og kveikja samviskusamlega á því á hverjum degi og fylgjast með vaxinu bráðna og bíða óþreyjufull eftir að ég mætti kveikja á því næsta dag. Komst að því í morgun, að ég hef svo gott sem ekki vaskað upp (þar fauk húsmóðurs-titillinn út um gluggann) - hvað þá kveikt á kerti. En þetta stendur allt til bóta. Í dag ætla ég að kveikja á kerti og vaska upp og fara í Ikea!!!(nú fauk húsmóðurs-titillinn aftur inn um gluggann)

Í gær var því fagnað að búddastyttu verkefninu er lokið. Kynning okkar á verkefninu gekk hörmulega, Mahakala fékk sannarlega uppreisn æru, það fór allt úrskeiðis, tæknilegt og mannlegt. Ég er sannfærð um að það liggi bölvun yfir verkefninu. En mikið var þetta hressandi "fagn"...

Meira síðar, stay tuned.







Powered by Blogger