21 janúar

Að reka heimili 103

Um klukkan ellefu í gærkvöldi þegar Hulda var sofnuð, og vöknuð aftur og búin að dreifa dótinu sínu um alla stofuna, Gaui lá hálfsofandi fyrir framan sjónvarpið og ég sat við tölvuna, hringdi dyrabjallan. Gaui tók upp dyrasímann og sagði "welcome" og hljóp svo inn í stofu með sínu sérstaka fáti. Við náðum rétt svo að sópa stærstu legókubbunum úr sófanum og slökkva á sjónvarpinu áður en yfirmenn Gaua frá Hollandi stormuðu inn í stofu. Við erum svo heppin að eiga sódastreem tæki svo við gátum boðið upp á sódavatn, svo áttum við líka kiwi í skál inn í eldhúsi sem ég hefði getað skorið niður fyrir þá. Ég fór bara með Huldu að sofa og vona að þessir menn hafi átt eftirminnilega kvöldstund í draslinu í stofunni heima hjá mér. Þetta kennir manni að hafa ALLTAF fínt heima hjá sér og eiga ALLTAF fullan vínskáp og nammi og snakk (eða osta og vínber).







Powered by Blogger