03 febrúar

Fundið fé !

Hildur og Krístín fóru í morgun eftir þriggja daga heimsókn í Gautaborg. Það er nú alveg lífsnauðsynlegt að eiga góðar vinkonur og nú finn ég hvað ég sakna þess að hafa þær ekki í kringum mig á hverjum degi...

Mannrændi nágranni okkar, Fabian Bengtsson fannst í morgun. Hann sat víst órakaður á bekk í Slottskogen þegar hann fannst. Þeir segja að engin fjárupphæð hafi verið reidd fram en ég held að það sé ekkert endilega satt.

Í fyrradag fór ég í bókabúðina sem er í húsinu á móti heimili Fabians Bengtssons. Búðin opnar ekki fyrr en tíu og ég var of snemma í því. Þegar ég snéri mér við til að labba tilbaka var mér litið í götuna og þar lá 100 kr seðill (=1000 kr íslenskar) og svo sá ég annan og svo annan... Ég stóð með 300 krónur í höndunum, þorði ekki að horfa lengur í götuna og beið eftir að einhver kæmi hlaupandi í áttina til mín en það kom enginn. Ég hélt að kannski væri þetta eitthvað "hided kamera" dæmi og beið smá lengur en ég sá engann. Svo hélt ég að kannski væri þetta lausnargjaldið fyrir Fabian... -Fékk pínu samviskubit yfir að ganga burtu með 300 krónurnar sem kannski vantaði uppá að lífi hans yrði þyrmt en æ.... Hvað átti ég að gera? Fórum í H&M og keyptum glingur fyrir peninginn.







Powered by Blogger