05 febrúar

Gargandi snilld...?

Sáum heimildamyndina Gargandi snilld á Gautaborgarhátíðinni í gær en myndin fjallar um íslenska tónlist "í 1000" ár. Mest sýnt frá tónleikum íslenskra hljómsveita á Iceland Airwaves og Quarashi í Tokyo og Björk í New York og þannig.... Stutt viðtöl við þungaviktarmenn í bransanum inn á milli, Björk og Sjón og félaga. Áður en myndin byrjaði steig Steindór Andersen á svið og fór með rímur. Ég fékk gæsahúð. Djöfulsins kraftur. Það er engin minnimáttarkennd lengur, okkur finnst við bara æðisleg og myndin er ánægð með sig. Sáum að einhverjir gengu út í miðri mynd. Kannski fengu þeir nóg þegar Dorritt Moussajeff dansaði við Trabant á Bessastöðum. -Mér ofbauð þegar Jóhann sagði umhverfið mótaði mann á Íslandi, -eins og ef það væri nú alveg sérstakt og annars staðar í heiminum sé fólk ónæmt. Úffffff.... Ég finn ekki orð til að lýsa þessu, okkur finnst við bara ÆÐISLEG! og EINSTÖK! og það er hægt að velta sér upp úr því meðal vina en það er spurning hvort útlendingar (og þeim sem var ekki boðið í partýið) hafi þolinmæði til að horfa.







Powered by Blogger