26 febrúar

Húsráð

Hugrún kenndi mér að ef maður vill ekki að barnið sitt baði sig upp úr Ajax eða Jif eitri eigi maður að þrífa baðið með sítrónu. Bara skera sítrónu í tvennt og nota vökvann á krómið og baðið. Ég var ekki fyrr búin að læra þetta en bekkjarsystir mín sagði mér að maður ætti að nota nælonsokka til að pússa skó. Og til að toppa þennan lista get ég sagt ykkur að það er best að nota dagblöð til að pússa glugga og spegla.







Powered by Blogger