18 febrúar

Ljóshærður safnafræðingur í Reykjavík einn dag

Þegar það er gott veður í Reykjavík er vont veður í Gautaborg. Þetta eru náttúrulög. Ég veit upp á hár að sólin skín heima af því að hér rignir snjónum niður undir dökkgrárri lægð. Það væri sko ekki leiðinlegt að vera heima í dag, og sérstaklega ekki í kvöld því þá er safnanótt. Reykvíkingar eru snillingar í að skapa múgæsing í kringum menningarviðburði og ég elska það.

Í tilefni útborgunar frá LÍN fór ég í klippingu í morgun. Komin með hvorki meira né minna en þrjá litatóna í hárið, gull, ljóst og milliljóst. Tók þrjá klukkutíma að lita og klippa, sá tími finnst mér gefa til kynna hvað ég er orðin gömul. Las ÖLL tímaritin á stofunni og komst meðal annars að því að skortur á Omega-3 fitusýrum er rótin að öllum mínum vandamálum. Fór rakleitt heim og fékk mér lýsi og ætla að elda fiskisúpu í kvöld.







Powered by Blogger