17 febrúar

Í naflanum á sjálfum sér....

Í vikunni sat ég í tíma um "holocost" söfn, -söfn og sögulega staði sem á einn eða annan hátt fjalla um seinni heimsstyrjöldina og afleiðingar hennar. Nema hvað.... Fyrirlesarinn dreifði ljósmyndum og við áttum að velja hvaða mynd okkur þótti lýsa útrýmingarstefnunni best. Ég sat á borði með nokkrum krökkum og við fórum eitthvað að tala saman og bera saman myndir. Stelpan við hliðina á mér er frá Kamerún í Afríku og hún hafði barasta ekkert um þetta að segja. Svo grunsamlega lítið reyndar að ég spurði hana hvort hún vissi eitthvað um seinni heimsstyrjöldina. Hún vissi ekki neitt. Hafði ekki heyrt á hana minnsta. Skrýtið. Ekki veit ég nokkurn skapaðann hlut um hvað kom fyrir í Rúwanda eða um ástandið í Súdan eða Búastríðið... Ég gaf mér bara að seinni heimsstyrjöldin væri naflinn í sögubókum heimsins. Svona er að vera alltaf með hugann í naflanum á sjálfum sér.







Powered by Blogger