10 febrúar

pössun

Núna sakna ég þess ógurlega að geta ekki sett Huldu í pössun til vina eða ættingja... (ég veit hins vegar að þið eruð ferlega fegin að þurfa ekki að hafa hana í pössun). Fátt jafn niðurdrepandi og að þurfa múta barnapíu til að sitja hérna inni í stofu og horfa á sjónvarpið á tímakaupi (og hún má taka kærastann sinn með) Ég heyrði alveg á röddinni hvað hún var innilega fúl út í sjálfa sig fyrir að hafa asnast til að segjast já við mig þegar ég talaði við hana í símann. Þótt það séu ekki mörg ár á milli okkar líður mér eins og ég sé tuttugu árum eldri en barnapían (já og svo er kók í ískápnum. Og ef þið viljið poppa...).







Powered by Blogger