16 maí

Músík

Hér kemur listi með tónlist sem mig langar til að eignast. Ég kann ekki nógu mikið á tölvuna til að hala niður músík af netinu þannig að ég stefni með alla peningana mína í Bengan's í Majorna (geisladiskabúð).

1) Monica Zetterlund (þessi tæplega sjötuga jazzsöngkona lést í bruna í Stokkhólmi í síðustu viku. þá uppgötvaði ég tónlistina hennar. mér finnst hún æði.)
2) Modest Mouse (þegar ég heyrði lög með þessari hljómsveit í fataverslun í Edinborg fannst mér eins og ég hefði fundið týndan hlekk).
3) Astrid Lindgren - "Best of" ("Ge mig mera pannkakor, pannkakor, pannkakor" = mjög vönduð barnatónlist).
4)Anthony and the Johnssons (veit ekki alveg hvernig það er skrifað, hef aldrei heyrt neitt með þessari hljómsveit en söngvaranum er lýst þannig að ég veit að mér finnst tónlistin sem hann semur og syngur alveg lífsnauðsynleg).
5) Nýji diskurinn með Kent.








Powered by Blogger