10 maí

Samskiptaþörfin

Nú sit ég alein við tölvuna þriðja daginn í röð og skrifa ritgerð um samskiptaþörf opinberra safna við almenning. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni. Spáiði bara í hvernig söfnin verða í framtíðinni, ég held til dæmis að þess sé ekki langt að bíða að sýningastjórastéttin leggist af og almenningur taki yfir stjórn á því sem er sýnt og hvernig. Ég sé Völu Matt fyrir mér á Árbæjarsafni, erlent fiskverkafólk á Þjóðminjasafninu, hjólabrettasvæðið á Ingólfstorgi inni á Listasafni Íslands. Safnið verður að vera þar sem fólkið er, annars deyr það. Eða? Jónas Sen skrifar góða grein um hámenningu og Listahátíð í Laugardagsmogganum (fyrir áhugasama). Ég er að komast í "Íslands-gírinn." Horfði meira að segja á gamlan Silfur Egils þátt í tölvunni í gær...







Powered by Blogger