17 júní

Um gönguferð og réttlæti

Gott veður og við mamma ætlum að ganga Fimmvörðuháls á morgun. Ótrúlega gott veður. Fórum í Suðurgötukirkjugarð í morgun þegar blómsveigur var lagður á leiði Jóns Sigurðssonar, því næst á Austurvöll. Mig langaði að sletta skyri á Halldór Ásgrímsson þar sem hann hélt ræðu um lýðræði en það var svo mikið af öryggisvörðum að....

Eiturlyfjasali í hverfinu beindi byssu að fólki um siðust helgi því sendingin sem hann fékk var eitthvað léleg. Víkingasveitin var send á vettvang og eftir yfirheyrslur var manninum sleppt. Hann játaði og byssan var gerð upptæk. Seinna um nóttina var hann farinn að stunda sinn bisness að nýju. Nokkrum dögum seinna slettu þrír einstaklingar skyri á yfirmenn álfyrirtækja þar sem þeir funduðu. Grænu skyri. Gera varð 2 klst hlé á fundinum á meðan fólk þurrkaði af sér. Útlendingurinn í hópnum (Breti) var handtekinn, vegabréfið tekið af honum og hann settur í gæsluvarðhald. Margra daga gæsluvarðhald. Íslendingunum var sleppt (útlendingar eru nottlega stórhættulegir og svona) -Rökin voru meðal annars þau að með athæfi sínu væri hann búinn að skaða ímynd Íslands sem ferðamannalands !!! hvað með álfyrirtækin? Ha? Eru ferðamenn ekki hingað komnir til að njóta náttúrunnar? Hvað er svona hættulegt við grænt skyr? Eru eiturlyf ekki hættulegri og álver verri fyrir ferðamannaiðnaðinn eða...? Hvað finnst þér?

Stundum er talað um mikilvægi þess að senda erlenda eftirlitsmenn til vanþróaðra landa til að fylgjast með hvort lýðræðinu sé ekki fylgt. Má ég biðja um að fá góðan hóp til Íslands? ASAP!







Powered by Blogger