12 september

Erfiður mánudagur

Nú er ég orðin heittrúuð á stjörnuspeki. Samkvæmt astro.com verður morgundagurinn erfiður nema ég "segi sannleikann" og "haldi engu undan". Miðað við daginn í dag verður það ævintýralega erfitt því það segir enginn neitt í vinnunni. Á morgun fæ ég verkefnið mitt í hendur. Það tók mig tvo heila vinnudaga að raða fælum í möppur (venjulegt fólk hefði verið í 3-4 klst). Andrúmsloftið er svo rafmagnað á skrifstofunni og ég er orðin svo stressuð yfir því að ég sé ekki að gera nógu vel að það jaðrar við stemmningu í suður-kóreskum háskóla. Kannski ekki skrýtið að ég sé á taugum yfir framhaldinu... Þeim sem ég hef trúað fyrir þessu finnst ég vera aumingi, -þá breyttist ég sjálvirkt í aumingja. Ég nefni engin nöfn... Ég er sko ekki að mass'etta á háum hælum þessa dagana. Meira svona gufast áfram og lyppast niður þess á milli. Djö.







Powered by Blogger