28 september

FInnar og mjólk

Finnska mjólkursamlagið hefur staðið fyrir stífum "rannsóknum" á mjólkur- og ostaneyslu í 30 ár með þeim árangri að flestir fullorðnir Finnar drekka mjólk með matnum (það taka flestir tvö glös með matnum í hádeginu í vinnunni, -eitt með vatni og hitt með mjólk!). Þeir trúa því að neysla á mjólkurafurðum sé allra meina bót, styrki beinin etc. Á Íslandi hef ég séð því haldið fram að mjólkurdrykkja sé beinlínis skaðleg fullorðnu fólki því beinin verða stökk og brotna auðveldar ef maður fær of mikið kalk auk þess sem krabbameinsfrumum á víst að vaxa ásmegin ef maður drekkur mjólk etc.

Hins vegar hef ég oft rekist á greinar á Íslandi um svipaðar "rannsóknir" á rauðvíni þar sem niðurstaðan er sú að rauðvínsdrykkja styrki hjartað.

Öflug markaðssetning eða hvað?







Powered by Blogger