Finnsk sauna
Helsinki skoraði hærra en Havana og New York (og miklu hærra en Reykjavík) í þessari Guardian/Observer könnun þar sem Ísland var valið vinsælasta landið. Fór í mína fyrstu finnsku saunu ársins í dag á aðalbrautarstöðinni í miðbænum. Keypti mér kort hér og ég skokka því yfir brautarpöllunum. Þessi tæki eiga samt ekkert sérstaklega vel við mig og þess vegna ætla ég að reyna að fara aðallega í tímana, finnskt jóga og bodypump á finnsku. Ég skil ekki eitt aukatekið orð af því sem fólk segir. Ekki neitt.
Þessa vikuna er ég ein í íbúðinni og passa kisu. Susanne fór til Parísar að velja efni fyrir vor og sumarlínuna 2006.
Þessa vikuna er ég ein í íbúðinni og passa kisu. Susanne fór til Parísar að velja efni fyrir vor og sumarlínuna 2006.
<< Home