Musavisa
Verð að byrja á því að þakka ótrúlega fín ráð frá Gunnari Hrafni og Brynju. Það getur ekki klikkað að setja á sig fjólubláan varalit, bjóða liðinu upp á lakkrís hlustandi á vasadiskó. Ég á eftir að nýta mér þetta, -finn það á mér.
Annars er það helst að frétta að yfirmaður minn er umskiptingur. Konan var svo hress í morgun að ég þorði að setjast niður með henni og drekka kaffi. Hún var búin að baka köku og allt. Bæ bæ suður-kórea, halló stuð.
Verkefnið mitt er nokkuð krefjandi. Þarf að taka tvö viðtöl í þessari viku, fara í gegnum fullt af tímaritum, mæta á finnska fundi og ýmislegt annað skemmtilegt. Það hvílir víst mikil leynd yfir sýningunni. Þátttakendalistinn er t.d. trúnaðarmál þangað til nær opnun dregur.... Það má hins vegar múta mér.
Hef farið á tvö "pub-quiz" (kallast"musavisa" (=músavísa) á finnsku). Hef staðið mig ömurlega. Hlakka samt til að fara á fleiri.
Annars er það helst að frétta að yfirmaður minn er umskiptingur. Konan var svo hress í morgun að ég þorði að setjast niður með henni og drekka kaffi. Hún var búin að baka köku og allt. Bæ bæ suður-kórea, halló stuð.
Verkefnið mitt er nokkuð krefjandi. Þarf að taka tvö viðtöl í þessari viku, fara í gegnum fullt af tímaritum, mæta á finnska fundi og ýmislegt annað skemmtilegt. Það hvílir víst mikil leynd yfir sýningunni. Þátttakendalistinn er t.d. trúnaðarmál þangað til nær opnun dregur.... Það má hins vegar múta mér.
Hef farið á tvö "pub-quiz" (kallast"musavisa" (=músavísa) á finnsku). Hef staðið mig ömurlega. Hlakka samt til að fara á fleiri.
<< Home