16 september

Pólskir hugarburðir



Originally uploaded by helga_lara.
Ég dældi í mig verkjalyfjum í dag og sat dofin í vinnunni. Tók viðtal við pólska konu sem er svona týpískt hott sjott í þessum listasafnabransa. Ég er í missjóni á móti því sem hún býr til og stendur fyrir. Erfitt að brosa og halda áfram að kinka kolli og vera kurteis þegar mig langar bara að slökkva á upptökunni og standa upp og tala hana í kaf. Hún sagðist ekki hafa áhuga á sögu, ekki áhuga á því sem fólki finnst um verkin sín, ekki áhuga á að vita hvort neinn skilur það sem hún er að gera. Hún er bara með hausinn fullan af hugmyndum og skapar og skapar út í loftið. Hins vegar sagðist hún líta á list sína sem eins konar tungumál (sem hún talar þá alein við sjálfa sig) og sagðist svo helst vilja stefna á telepatíu svo annað fólk gæti fengið innsýn inn í hennar hugarheim. Yeha, don't we all.

p.s. myndin af Huldu hefur ekkert með blogg dagsins að gera. Hulda er á leiðinni til Íslands. Kemur á morgun, laugardag og verður í viku !!







Powered by Blogger