13 október

bleikur himinn

Ég vakti hálfa nóttina vegna þess að það stóð par fyrir neðan gluggann minn (ég bý á fimmtu hæð) og reifst með látum um sambandið í á annan klukkutíma, -á ensku. Ég var alveg hissa að enginn skyldi kalla á lögguna en ég ímynda mér að allir í blokkinni hafi verið vakandi og legið í glugganum eins og ég til að fylgjast með.

Held að ég sé búin að rétta úr kútnum í vinnunni í bili að minnsta kosti. Kennarinn minn las rétt úr stöðunni og gaf mér frábærar leiðbeiningar til að takast á við stöðuna. Hún ætlar að láta yfirmanninn skrifa undir starfslýsinguna mína svo ég hafi haldreipi næst þegar hann missir vitið. Þetta er að minnsta kosti mjög lærdómsríkt.

Það reddar geðheilsunni að kunna að skokka og að eiga mp3 spilara. Himinninn var alveg bleikur við sólarlag og algjört logn á strandlengjunni, bjútífúl.

Næst á dagskrá er að hafa samband við öll alþjóðleg flugfélög í millilandaflugi frá Helsinki, Vikingline, tímarit um köfun og tímarit áhugamanna um stjörnuskoðun...







Powered by Blogger