16 október

Gæði

Planið var að fara í sundlaugina við hótel Torni þar sem allir synda naktir. Sigrún var með kvef svo við fórum bara á hótel Torni í staðinn. Útsýnið þaðan er engu líkt, útsýnið af kvennaklósettinu ótrúlegt. Manni líður eins og maður sé að pissa á borgina. Svona "take this!" fílingur. Fórum af Torni á tælenskan veitingastað þar sem maturinn var svo góður að það var eins og hann gæti talað og segði bara sannleikann. Ég gat varla gengið heim mér var svo illt í maganum af ofáti. (sofið) Svo átti ég pantaðan tíma í klippingu (aðeins að særa og aðeins að laga verstu rótina...). Sat í 3 klukkutíma í höndum hárgreiðslukonu sem talaði enga ensku. Núna er hárið á mér samkvæmt gjörsamlega "cutting edge" nýjustu tísku.is. Þaðan í leikfimi. Þaðan á tónleika með kórnum hennar Sigrúnar sem er skipaður einvala liði tónlistarfólks og satt best að segja ótrúlega góður (among the 5 best in Finland). Þau fluttu bara finnsk nútímaverk og mörg tónskáldanna voru í salnum þannig að það ríkti jákvæð spenna, fólk hló og klappaði á vitlausum stöðum, fékk blóm og svona... Svo aftur út að borða með Sigrúnu, í þetta skiptið á "Vespu pizzu".

Svona þýtur tíminn áfram.







Powered by Blogger