12 október

Ringl

Kennarinn minn kom í heimsókn til mín í dag frá Svíþjóð. Þetta var svona semí-opinber heimsókn á safnið þar sem hún drakk kaffi með mér og yfirmanninum til að fara yfir stöðuna. Yfirmaðurinn gaf okkur klukkutíma. Hún hrærir svo mikla steypu aumingja konan að kennarinn minn varð að spyrja hana ítrekað hvað hún vildi að ég gerði og ég skildi heldur ekki neitt. Þegar við spurðum "hvað viltu að Helga geri?" svaraði hún :"ég er búin að segja það margoft!". Þegar ég fór yfir hvað ég héldi að ég ætti að vera að gera sagði hún: "þú skilur greinilega ekkert!". Þegar ég sagði þá: "viltu útskýra fyrir mér?" svaraði hún: "ég hef ekki tíma!" Svona fór þetta hring eftir hring.... Á endanum fór ég út með kennaranum mínum og hún teiknaði fyrir mig tillögu að einhverju sem ég gæti mögulega gert (hún hélt að hún hefði kannski skilið smá). Hún drakk líka fullt af bjór og var alveg yfir sig hissa á þessarri konu. Þetta er eiginlega ólýsanlegt hvernig hún kemur fram. Ég fór heim, í bað og er núna að velta því fyrir mér hvort þetta sé þess virði, hvort ég eigi að fara héðan og eyða orkunni í annað. Ég er alltaf meira og meira hissa og ringlaðari og ringlaðari. Því miður á ég vond samskipti við fleiri og ég kann ekki að snúa mér út úr þessum hornum öðru vísi en með að verða reið og vonsvikin.







Powered by Blogger