02 nóvember

Allsbera sundið

Þar kom að. Við Sigrún fórum í allsberu sundlaugina bakvið Torni. Þrisvar í viku er konudagar, þá eru bara konur í lauginni. Maður ræður hvort maður er í sundbol og búningsklefarnir snúa allir að lauginni. Aðal málið er að fara í bullsjóðandi heita gufu og svo í kalt sund. Það eru þrjár brautir. Ein fyrir "hraðsund", ein fyrir venjulegt stefnulaust sund og sú þriðja fyrir sundskokk. Við Sigrún prófuðum sundskokk en þá klæðist maður mittiskút einum fata og spriklar lóðréttur eins og tré í vindi og reynir að komast áleiðis í vatninu. Ég tek það fram að röðin í sundskokk brautinni var þétt og konurnar í röðinni voru af öllum toga. Mér fannst áberandi hvað þetta er tekið alvarlega. Alveg eins og karaókíið. Fólki stekkur ekki bros á vör heldur sinnir "sínu" nakið að skokka í sundi eða að syngja falskt í karaókíi.







Powered by Blogger