15 nóvember

Kisa

Ég hef alltaf verið smeyk við dýr. Nú er ég loksins farin að ná sambandi við kisuna hennar Susanne og er kannski hætt að vera hrædd. Ég get til dæmis tekið köttinn í fangið og klappað honum, haldið á honum út úr herberginu mínu og strokið honum yfir eyrun án þess að vera með hnút í maganum. Það er mynd af okkur kisu einhvers staðar á myndasíðunum mínum... (þegar myndin var tekin var ég ennþá hrædd og þorði ekki að hafa hann í fanginu).

Viðtölin sem ég tók fyrr í haust verða bæði birt í tímariti sem safnið gefur út nokkrum sinnum á ári. Núna er ég að berjast við að koma saman ólíkum fréttatilkynningum um sýninguna. Mér gengur frekar illa að vinna texta við tölvuna af því ég er alltaf að tékka á mbl og póstinum mínum og svona... Gengur best að skrifa í kaffiteríunni þar sem flestir gestirnir (um miðjan dag í miðri viku) tala ensku. Titra svo mikið af kaffinu að ég neyðist til að drekka grænt te.

Fylgist með íslenska bachelornum með öðru auganu á milli vísifingurs og löngutangar og emjaði þegar þær sungu Bubba í limósínunni á leiðinni austur fyrir fjall. Þvílík sjónvarpsveisla!







Powered by Blogger