04 desember

Annar í aðventu

Í gær og í dag hefur verið heiðskýrt og logn í Helsinki með tilheyrandi kulda. Í morgun ákvað ég því að fara til Suomenlinna sem er lítil eyja og gamalt virki rétt fyrir utan höfnina. Gekk í röskan klukkutíma í einkennilegri þögn milli húsa sem virtust vera alveg mannlaus. Eyjan er full af skiltum sem benda á ólík söfn og kaffihús en það voru hlerar fyrir öllu. Samt mjög fallegt. Setti inn mannlausar myndir frá Suomenlinna áðan.

Við Hulda fórum saman í Liseberg um síðustu helgi. Setti inn myndir af henni þar sem hún mætir jólakanínunni. Hulda stóð heillengi og horfði á kanínuna áður en hún gekk að henni og faðmaði hana að sér. Lisebergskanínan hefur magnað aðdráttarafl á börn. Alltaf brosandi og með opinn faðminn.

Er að hlusta á last.fm "simular music to Gabriel Faure" og ætla að fara að plana jólamatinn... Mikil stemmning.







Powered by Blogger