06 desember

þjóðhátíðardagurinn


þjóðhátíðardagurinn
Originally uploaded by helga_lara.
Í dag er þjóðhátíðardagur Finnlands. Klukkan þrjú er næstum því komið myrkur og það eru engin börn á ferli. Engar blöðrur, ekkert kandíflos. Mér skilst að flestir fagni hátíðinni með því að horfa á beina útsendingu frá kvöldverðaboði forsetans, frú Halonen. Þá horfir þjóðin langeyg eftir kartöflunum hverfa upp í fína fólkið og svo eru fjölmiðlarnir á morgun undirlagðir umfjöllun um kjólana og skartið. Ekki ósvipað nóbelsverðlaunafárinu í Svíþjóð...

Myndin er tekin út um herbergisgluggann á Tehtaankatu klukkan þrjú í dag.







Powered by Blogger