27 janúar

frostþokugrill

Ég hugsa að það sé svona sirka -10 stiga frost í dag. Ekki nóg með það heldur liggur þykk þoka yfir borginni. Hvít, ísjökulköld frostþoka. Trúði ekki mínum eigin augum þegar ég gekk að Kapplandsgötunni áðan og sá barnafjölskyldur grilla pylsur í garðinum. Börnin fengu tómatsósu á pulsu í brauði og sitja í röð þegar þetta er skrifað í sannkallaðri sumarstemmningu úti í garði í 10 stiga frosti og þoku. Þetta er svo súrrealískt að ég stóðst ekki mátið og fékk mér brauð með osti og borðaði það í gluggakistunni sem snýr út að garðinum og glápti í forundran á þetta grillglaða fólk. Þau litu ekkert út fyrir að vera heimilislaus og voru of vel búin til að hafa týnt lyklunum að heimili sínu. Svo fattaði ég nottlega að í dag er haldið upp á 250 ára fæðingarafmæli Mozarts! Þau eru örugglega að halda upp á það... Til hamingju með daginn Mozart!







Powered by Blogger