26 janúar

Lífsg-ÆÐI

Það tíðkast að ég fyllist ást á Gautaborg þegar nálgast brottför til Reykjavíkur. Það felast svo mikil lífsgæði í því að geta gengið út í búð og að mæta mörgum á leiðinni. Las í morgun grein í Gautaborgarpóstinum um vinningstillögu að blokkarþyrpingu sem á að rísa í borginni. Í hverri íbúð snýr að minnsta kosti eitt herbergi út að sameiginlegum garði, bílastæði eru öll í útjaðri þyrpingarinnar, hver stigagangur fær eigin matjurtargarð, í hverju húsi er eitt herbergi þar sem fólk getur farið með það sem það vill losa sig við og sömuleiðis tekið það sem það vill hirða. Almenningssamgöngur eru fyrsta flokks. Umhverfið er skipulagt með fólk í huga. Það er beinlínis fallegt. .

Las aðra grein fyrir nokkrum dögum þar sem bent er á að lög um tvö bílastæði við hverja íbúð í Reykjavík komi í veg fyrir þéttingu byggðar og mannvænlegt umhverfi. Hugsa að það sé mikið til í því. -Verður maður að fara á þing til að breyta lögum eða..?

Reykjavík er ekkert endilega ljót, hún er bara svo draugaleg í minningunni. Það er vont en venst nottlega alveg skuggalega fljótt..







Powered by Blogger