09 janúar

listi

Ég hef alltaf verið mjög svag fyrir listum þar sem maður safnar því á lista sem maður hefur gert, lætur sig dreyma um að gera og ætlar aldrei að gera enda ætla ég að verða safnafræðingur þegar ég er orðin stór. Oddur frændi minn "kitlaði" mig óafvitandi. Ég bara stenst þetta ekki...

7 hlutir sem ég ætla að gera árið 2006: flytja til Íslands
klára mastersritgerðina mína
finna mér vinnu
fara í ferðalag um ísland
græða peninga
hlaupa 10 kílómetra
rétta úr bakinu og bretta upp ermarnar svona almennt

7 hlutir sem ég get ekki gert:
Unnið lengi í einu
gengið á háum hælum
búið til sushi
keyrt beinskiptan bíl
þolað panflautur og sekkjapípur eða vodka
tekið meiri námslán


7 hlutir sem ég get gert:
raðað og merkt
stífþeytt eggjahvítur með handþeytara
verið ein lengi
sofið til 9:30 marga daga í röð
lesið mikið og gleymt því öllu
gleymt almennt
talað skammlaust fjögur tungumál


7 atriði sem heilla mig við annað fólk:
Fólk sem hlustar
Þegar fólk sem hlustar talar
broslyndi
orðheppni
þolinmæði
hæfileikar almennt
hæfileikinn til að gera ævintýri úr litlu

7 staðir sem mig langar að fara til:
Hringinn í kringum ísland um sumar
Ísafjörður um sumar
Seyðisfjörður um sumar
Buenos Aires um vetur
Bergen any time
Höfðaborg um vetur
Eindhoven any time

7 orð eða setningar sem ég segi oft:
Þarftu að fara á klósettið?
Allt í lagi.
Já, þetta var óvart.
En fínt!
Nei ekki þetta/svona.
Jæja
Ertu svöng?


Svona listum tilheyrir að maður kitlar alla sem hann lesa...







Powered by Blogger