15 febrúar

Sofnað við Astrid

Astrid Lindgren les sögurnar sínar á geisladiski sem Hulda hlustar á þegar hún leggur sig á kvöldin. Heimilið er smám saman að breytast í sýningarhæfa einingu í Ikea verslun.

Það getur tekið upp undir fjörutíu mínútur fyrir barnið að klæða sig á morgnanna. Hún vill bara vera í mínípilsi og nærbol, alls ekki í útigalla og helst ekki í útiskóm. Kunningi minn stakk upp á að ég setti öll fötin hennar nema einar buxur og peysu í poka ofan í kjallara þannig að hún hefði ekkert val þangað til hún jafnar sig. Ég er alvarlega að íhuga þetta. Það er ekkert grín að vera þriggja ára og unglingaveik...







Powered by Blogger