09 mars

Neytendakóma

Um daginn fór ég í Bónus og ætlaði að kaupa í matinn. Ég er ekki rík og vil sjá hvað vörurnar í búðinni kosta. Það skiptir mig máli. Skemmst frá því að segja að af 50 mismunandi tegundum í kælinum voru ca. 4 verðmerktar. Ég valdi því í kerruna og fór að kassanum og sagði: "hvað kostar þetta?, en þetta?..." -konunni við kassann til lítillar ánægju og fólkinu í röðinni fyrir aftan mig til enn síðri ánægju. Uppgötvaði svo að á heimasíðu neytendasamtakanna er verið að kjósa "fyrirtæki ársins" og haldiði að Bónus sé ekki þar á lista?... Jamm. Eitt er að vera lágvöruverslun og annað að vera neytendavæn lágvöruverslun. Ég hélt að það væri lágmarksskylda að verðmerkja vörur í verslunum. Er það misskilningur?







Powered by Blogger