05 júní

Allur úr jafnvægi

Sumarið kom óvænt á laugardaginn. Við fórum í Liseberg og Hulda fékk risastórt sleikjó-snuð í bandi sem mun eyðir glerungi hratt og örugglega. Við mæðgur eyddum gærdeginum í heimsókn hjá vinafólki sem býr uppi í sveit. Huldu hafði látið sig dreyma um að vera berfætt í grasi um sumar í sveit og lét ekki segja sér það tvisvar heldur fór bara úr og hljóp í hringi í túninu eins og lítill kálfur (kannski var það sykurinn í sleikjó-snuðinu sem lét til sín segja).

Mér finnst nýjustu tíðindi af Framsóknarflokknum bera þess merki að helstu markaðsráðgjafar flokksins hafi látið af störfum föstudaginn fyrir kosningar. Aftur á móti velti ég því fyrir mér hvort Íslendingar séu kannski ekki nógu margir til að stjórnmálaflokkar geti telft fram nýjum mönnum þegar það hentar. Hvað haldið þið?







Powered by Blogger