20 júní

Taktlausari skilaboð hef ég ekki séð.

Horfðum á England-Svíþjóð. Í hálfleik var sýnd mjög löng auglýsing frá Orkuveitu Reykjavíkur. Gott ef þetta er ekki lengsta auglýsing sem ég hef séð í sjónvarpi. Hún er eins og tónlistarmyndband úr sígildri söngvamynd, með fullt af leikurum, hnittnum söngvara sem syngur í jakkafötunum í sundi og vatnsgreiddum strák sem spyr "hvaðan orkan komi". Það er gefið í skyn í auglýsingunni að "af orkunni sé gnægð" og að við "skilum henni til baka eftir notkun"... (svona syngur hann þar sem hann keyrir á blæjubíl). Mér skilst að Orkuveita Reykjavíkur sé eina orkuveitan sem ég get skipt við þannig að fyrirtækið er ekki í samkeppni við önnur. Orkuveitunni hefði verið nær að selja venjulegu fólki ódýrari orku í stað þess að auglýsa, auk þess sem skilaboðin sem koma fram í auglýsingunni eru vægast sagt loðin, nei annars, -bókstaflega ósmekkleg. Við styðjum um þessar mundir stríð sem er háð um orkuauðlindir. Ég held ég hafi aldrei séð jafn taktlausa auglýsingu.







Powered by Blogger