innbrot og fjallganga
Einhverjir óprúttnir náungar spörkuðu upp kjallarahurðina og fóru inn einhverntíma eftir að snjóa leysti í vikunni. Þegar ég kom að hurðinni var ég hrædd um að það væri einhver sofandi í kjallaranum og þorði ekki inn. Hringdi strax í lögguna... Löggan fór inn á undan en þar var enginn. "Þjófarnir" tóku heldur ekkert með sér. Það eina verðmæta í kjallaranum er útrunninn bjórkútur. En kúturinn er þungur og hver svo sem fór inn loftaði ekki bjórkútnum lengra en fram að hurðinni... Löggan tók skýrslu og svo kom smiður til að laga hurðina.
Hef annars frelsast til hlaupa í annað sinn á ævinni. Fór líka í fjallgöngu upp á Esjuna í gær. Það var æði.
Hef annars frelsast til hlaupa í annað sinn á ævinni. Fór líka í fjallgöngu upp á Esjuna í gær. Það var æði.
<< Home