18 júlí

Meira um strætó.

>>Nýjustu fréttir.

Mér finnst hugmyndin um að það verði ókeypis í strætó í september frábær.

Tilefnum fjölgar

>>Sóknartækifæri fyrir bættar almenningssamgöngur?

17 júlí

Meikar ekki sens...

Nú?

Jónína Bjartmarz væri mjög vinsæl heima hjá mér ef hún mæltist til þess að auka vægi almenningssamgangna í Reykjavík til að sporna við útblæstri.

16 júlí

Ótrúleg u-beygja

>>Þegar Reykjavík fór í tímaflakk aftur í tímann!

Ég get skilið tilfinninguna sem grípur fólk þegar það horfir á strætó hálf tóman keyra hring eftir hring í bænum. Kannski ekkert skrýtið að strætó skuli fækka ferðum og skerða þjónustuna miðað við þá hryggðarmynd. En ef Reykjavík (og nágrannasveitafélögin) hefur einhverntímann átt að eyða meiri peningum í rekstur strætó og þjónustu við farþegana þá er það NÚNA. Miðað við ástandið á jörðinni, stríðið um olíuna, harðari fellibyli í Ameríku, hlýnun loftlags og bráðnun jökla er ótrúlegt að bus.is skuli lúffa fyrir Toyota (mér finnst það heimsfrétt!).

Borgin er búin að láta leggja sérakrein fyrir strætó meðfram Miklubrautinni og var farin að keyra á 10 mínútna fresti á morgnanna og í eftirmiðdaginn. Þessi þjónusta var forsenda þess að ég gæti mætt í vinnunna og sótt Huldu í leikskólann. Fyrir nokkrum mánuðum (í mars minnir mig) gaf strætó út þá frétt að farþegum hefði fjölgað um 7% frá því í sama mánuði árinu á undan. Það hefði þurft lengri tíma til að venja fleiri á að taka strætó í vinnuna, -mér finnst ósennilegt að allt fólkið sem situr fast í bílnum sínum á Miklubrautinni á leiðinni í vinnuna á morgnanna þurfi lífsnauðsynlega á honum á halda yfir daginn. Það hefði mátt höfða til ábyrgðartilfinningar þess fólks og benda því á að ef það hefur áhuga á spara ferðatímann eftir Miklubraut á morgnanna og í eftirmiðdaginn, spara peninginn sinn og umhverfið þá sé strætó góður kostur. Svo má velta fyrir sér öllum ferðamönnunum sem við bjóðum til landsins, -hvernig eiga þeir að komast í Nauthólsvík?, -Í Elliðaárdal?, -í Viðey? -Í Smáralind? -Í Kringluna? Eigum við að hefja Rauða Kross söfnun fyrir strætó eða er von til þess að höfða til skynsemi og samábyrgðar fólks sem býr á reykjavíkursvæðinu?

06 júlí

Meira

>>Þá er það ákveðið. Sá í Fréttablaðinu í morgun að Jón Gnarr er með meirapróf. Hann mætti íhuga að keyra S5 í sumar. Annars er gott til þess að vita að enn skín sólin bakvið skýin.

05 júlí

Lífæðin S5

Þungi

Í þessari botnlausu myrku súld... Veðrið í Reykjavík er bókstaflega ömurlegt.







Powered by Blogger