29 janúar

innbrot og fjallganga

Einhverjir óprúttnir náungar spörkuðu upp kjallarahurðina og fóru inn einhverntíma eftir að snjóa leysti í vikunni. Þegar ég kom að hurðinni var ég hrædd um að það væri einhver sofandi í kjallaranum og þorði ekki inn. Hringdi strax í lögguna... Löggan fór inn á undan en þar var enginn. "Þjófarnir" tóku heldur ekkert með sér. Það eina verðmæta í kjallaranum er útrunninn bjórkútur. En kúturinn er þungur og hver svo sem fór inn loftaði ekki bjórkútnum lengra en fram að hurðinni... Löggan tók skýrslu og svo kom smiður til að laga hurðina.

Hef annars frelsast til hlaupa í annað sinn á ævinni. Fór líka í fjallgöngu upp á Esjuna í gær. Það var æði.

24 janúar

Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta

Hélt ég myndi deyja úr þorsta í Laugum í gær, hljóp bara stutt en reyni að hlera öll ráð um andlegan hluta íþróttaiðkunar frá íslenska handboltaliðinu í Þýskalandi. Ég held að hlaup sé fyrst og fremst andlegt sport (eins og handbolti).

Hulda vætir rúmið sitt af kristal-tærri þrjósku, -ef hún nennir ekki á salernið þá NENNIR HÚN EKKI. Þvottavélin er í stöðugri notkun.

23 janúar

Mjög langt síðan síðast

Ástæðan er aðallega sú að tölvan hefur verið að stríða mér og líka vegna þess að eftir að blogger tók upp nýja "gmail-google sign-in" kerfið er mér yfirleitt hafnað... Annars alveg ótrúlegt hvað smá tölvu-tilfærslur eru viðkvæmar, -mín tölva fær tæknilegt taugaáfall í hvert sinn sem ég reyni að setja hana í samband annars staðar en heima. Svo er ég í stöðugu sambandi við tæknimenn sem tönnlast í sífellu á orðinu "talva".

Það helst að frétta að stefnan er tekin á 10 kílómetrana áður en sumarið hefst og ég þarf ekki að hugsa um að hefja störf hjá Glitni eða Kaupþingi eða öðrum banka fyrr en í vor... Sumsé, allt gott.

04 janúar

* * * * * * * * * * * * * * *








Powered by Blogger