15 júlí

öryrki

Tognaði í mjóbakinu. Geng um eins og hringjarinn í Notre Dame og bölva. Er ekki manneskja í stórræði í vinnunni en fæ leiðsögumenn á safninu til að bera allt fyrir mig. Leiðsögumennirnir eru ýmist klæddir í upphlut eða vesti og stuttar buxur með sixpensara. Nú vantar bara að ég fari í ullarskikkju og fái drumb til að styðja mig við. -Allir á Árbæjarsafn!

10 júlí

I don't know how she does it

Ég var að tala við Öddu um þetta nýja trend í kvennabókmentum þar sem aðalsöguhetjan er útivinnandi tveggja barna móðir, fyrirvinnan á heimilinu og alltaf að verða of sein á fund. Síðan um áramótin hef ég lesið að minnsta kosti tvær svona alveg keimlíkar bækur. Svo svakalega líkar bækur, að þegar ég kom heim fór ég að fletta upp í tölvunni og viti menn ! Ég las sömu bókina tvisvar. Einu sinni á sænsku og einu sinni á íslensku. Þetta er til marks um það hvað ég er utan við mig og með öflugt gullfiskaminni.

08 júlí

Um ávexti og veðurfar

Nú hefur mannanafnanefnd skilað nýjustu niðurstöðum. Ætli næsta dóttir mín fái ekki nafnið Klementína Þoka. Hugsa það bara. Best að slá þessum nöfnum bara saman. Svo verður hægt að sameina þau í eitt, eins og Annalísu nafnið sem nú er verið að deila um. Þá beygist nafnið svona : Klementínaþoka, Klementínaþoku, Klementínaþoku, Klementínaþoku.

Held'ða bara.

05 júlí

í roki og rigningu

Halli og Íris farin til Ítalíu, -hjónin. Sko ! Við mæðgur erum enn dofnar af þreytu eftir atburðaríka helgi á Snæfellsnesi. Hulda er með kvef og kommur og ég tel mínúturnar áður en þær hringja í mig af leikskólanum til að sækja barnið. Ætla að reyna að koma einhverju í verk áður en það gerist.







Powered by Blogger