28 nóvember

Filharmonia alheimsins eda bara Islendingakorinn i Gautaborg?

I fyrsta sinn fra thvi eg var 15 ara er eg ekki med "nettan" helgarfidring a fostudagseftirmiddegi. Astaedan er helgin sem framundan er. Gaui verdur pottthett ad laera baedi laugardag og sunnudag fra morgni til kvolds vegna thess ad hann fer i prof um midjan desember. Islendingakorinn i Gautaborg "faer heimsokn" fra samsvarandi kor i Stokkholmi og thad a sko ad syna thessum hofudborgarbuum hvernig alvoru kor aefir sig. A morgun verdur thvi tekin fimm tima aefing takk fyrir. Fra klukkan 12 - 17 ! Sem vaeri kannski ekki i frasogur faerandi ef thad vaeri ekki einmitt messa og songur a sunnudaginn, adrir fimm timar thar takk fyrir (og allir i korbuningum). Svo ekki se talad um "korkaffid" en thar dugar ekkert minna en ein kaka fra hverjum einasta felaga i kornum. Eg fekk "kor-martrod" i nott. Dreymdi ad eg hitti konur sem sungu alt roddina i Haskolakornum herna i Gautaborg. Eg aetla ekki ad fara ut i nein smaatridi en thetta var sko martrod. Keypti egg. VERD ad baka.

27 nóvember

Heitur matur i hadeginu

Eyjo fraendi kom sumse i gaerkvoldi med glaenyja myndavel og tok upp myndband af Huldu og ljosmyndir af henni. Allar myndirnar eru a vefnum http://www.hi.is/~eyjolsi/Photo/ Annars var nuddid hja Ullu algjort aedi. Ulla var med kveikt a sjonvarpinu, buin ad skreyta litlu ibudina sina med jolaskrauti og svo spjalladi hun og spjalladi allan timann. Hun sagdi ad Hulda vaeri audvitad alveg einstaklega fallegt og gott barn. Vill endilega selja okkur 6 tima kort i fotanudd..... Kostar bara 500 og vid faum einn tima frian. Ulla ma eiga thad ad hun er alveg frabaer solukona. Hun gaeti selt hverjum sem er bala med gati. For i mat med Chalmers-genginu i hadeginu. Forum "til Jugoslavanna" sem selja heitan mat a 50 kall med salatbar og kaffi. Stadurinn theirra er svo vinsaell ad thad er komin rod ut a gotu klukkan half tolf. Islendingagengid a Chalmers fer thangad svo oft ad eigandinn tekur fra bord i salnum um leid og hann ser tha koma. Eigandinn kallar mig "mamman" og Gaua "pappan". -Frabaer kall. Annars allt i godu. Komum til Islands eftir nakvaemlega 3 vikur.

25 nóvember

grafikjur og mandarinur a diskinn minn !

Fyrst serstok kvedja fra Huldu til ykkar allra: wee dkml i.ykjO TKIHMXDM MD Fmdf f¨ 5 ,zxc a8uj hu jsh,nhxc d i-ð'´vfx Annad kvold er eg ad fara i nudd til Ullu dagmommu. Hun er svo fjolhaef hun Ulla - ekta "survivor." Hun er svona um sextugt og byr ein i pinulitilli ibud, tekur a moti bornum i possun a daginn og folki i fotanudd a kvoldin. Eg hlakka bara til. Annars er Noatun/Hagkaup/Bonus Gautaborgar "Billhalls" ad fyllast af hefdbundum saenskum jolamat, grafikjum, mandarinum, mango og piparkokum. Nyjasta aedid er ad bjoda upp a glogg og piparkokur med gradaosti eda laxasalati !!! Skodid endilega thennan vef!!

23 nóvember

Kertastjakar

Er komin med algjort aedi fyrir kertastjokum. Held eg hafi "ovart" komid heim med sex nyja kertastjaka i vikunni. For med tvo yfir til Ullriku thvi ibudin okkar er ad breytast i romversk-katholska kapellu med tilheyrandi.... Vid Hulda forum a bokasafnid i dag thvi Gaui er ad vinna. Hulda helt uppteknum haetti og henti faereyskum bokum ur nedstu hillu a golfid a medan eg skodadi islensku baekurnar. Thad er gott urval af "B"- aevisogum fullkomlega othekktra islenskra kvenna a safninu. Tok eina slika ( eg man ekkert hvad konan heitir sem bokin fjallar um....). Skodadi lika nyjasta Mannlif ! Annars er thetta nidurstada nafnadaga-leitarinnar: Hulda 8. september Hildur 18. janúar Torsten 23. febrúar asamt Torun Harald 1. apríl asamt Hervor Eg maeli med thvi ad thessi nafnadaga-sidur verdi tekinn upp a Islandi. Thad er svo gledjandi og gott fyrir salina ad oska til hamingju !

21 nóvember

Helga

I morgun kom Ullrika nagrannakona okkar hatidleg a svip og oskadi mer innilega til hamingju og sagdi svo ad eg maetti thykjast svikin ef Gaui kaemi ekki heim med fadminn fullan af rosum handa mer. I dag er nefninlega nafnadagurinn minn ! Oll dagatol i Svithjod eru merkt Helga/Olga thann 21.11. Reyndar er thad svo ad allir dagar arsins eru nafnadagar. Stundum eru tvo nofn sama daginn og stundum bara eitt. Ullrika vissi ekki hvadan thessi sidur er kominn en mig minnir ad thetta se lika svona i Frakklandi. Hefur orugglega eitthvad med konga og drottningar ad gera... En sumse (svo eg gauki ad ykkur enn einum gullmolanum um thetta exotiska land): I Svithjod samfagna med mer deginum 7500 Helgur og 7000 Olgur, hvorki meira ne minna. I kvold kemur hipp hopp godid Eldar Astthorsson i mat asamt sinni ektakvinnu. Dagurinn i dag er sko enginn venjulegur dagur.

19 nóvember

Fallbeygdir likamshlutar

Sit vid "motivation-brevet" og breyti ordum eins og "want" i "need".... Nu er eg ad saekja um mastersnam i safnafraedum, eg aetla ad verda svona grimm Bera Nordal thegar eg verd stor.... (nei bara grin !!!). Hulda var lengi med Alice vinkonu sinni i dag. Eg tok eftir thvi hvad Hulda var ofeimin vid ad rifa hluti af Alice. Thid hefdud att ad sja svipinn a mommu hennar Alice thegar eg sagdi ad Hulda vaeri bara frek ! Eg komst svo ad thvi ad frek thydir "flott" eda "kul" a saensku.... Fallbeygdi augu og nef, eyru og hendur med nemendum minum i dag. Einn frodleiksmoli i vidbot um Svia: their skreyta bara med hvitum jolaljosum. Se ad folkid i husinu a moti er buid ad dusta rykid af adventuljosunum. Eru ekki jolin i desember ?

18 nóvember

Prufa

Hulda er kvefud og fer ekki til Ullu i dag. Eg aetla ad nyta timann til ad laera betur a netid. Til daemis med thvi ad profa thetta og og thetta! Svo aetla eg ad setja myndir naest....

17 nóvember

Dagur nautatungu

Bjo til afspyrnu vont pasta i kvoldmat. Gaui heimti Huldu ur helju med thvi ad saekja hana mjog snemma til Ullu thar sem Ludvig var maettur, ny stadinn upp ur margra vikna flensu-coma med 40 stiga hita med tilheyrandi. Hulda skal sko ekki verda veik. Hulda deilir dagmommu med tviburunum Albin og Ludvig. Hun laetur ekki thessa straka vada yfir sig heldur labbar yfir tha og notar sem sessur thegar svo ber undir. Um daginn tokst strakunum ad opna fram a gang og innan nokkurra augnablika voru thau thrju a leidinni nidur stigana, strakarnir bokkudu en Hulda stod vid stigahandridid og aetladi ad leggja af stad thegar Ulla kom askvadandi....

16 nóvember

Dagur íslenskrar tungu

thessi dagur ber svo hatidlegan titil. Thad sem mer dettur i hug thegar eg heyri "dagur islenskrar tungu" er "buns of monny" og "sorry en thad var silent a gemsanum".. For med Halldori (kollegi Gaua) a salumessu Fauré i Vasakirkjunni. Eg missti andlitid thegar stjornandinn baud ahugasomum um ad skra sig endilega i korinn eftir tonleikana a medan kormedlimir (orugglega 400 manns i thessum kor) stilltu ser upp og kepptust vid ad vinka vinum og kunningjum sem satu i salnum. Gaedi tonlistarinnar voru eftir thvi, sopranin helt ekki lagi (en thad skipti ekki mali thvi adal atridid er ad vera med....). Hulda getur stadid sjalf. Hun tok fyrstu skrefin fyrir utan skobud thar sem pabbi hennar var ad kaupa ser nyja sko. Vid foreldrar hennar erum baedi stolt og hraerd yfir haefileikum thessa undrabarns.

14 nóvember

Rafmagnadur frodleikur

Aetla ad segja ykkur sitthvad um Svithjod sem thid hafid orugglega aldrei heyrt. Byrja a myrkri. Oft talad um myrkur a Islandi, skammdegisthunglyndi og drunga. Myrkrid heima er samt ekkert midad vid myrkrid i Svithjod vegna thess ad her eru fair ljosastaurar og mjpg langt a milli theirra. Their ljosastaurar sem lysa upp herna i borginni hafa orugglega ekki sterkari perur en 25 wött (nu er eg ad ykja til ad magna ahrifin). Thegar vetrartiminn gengur i gard i september/oktober (tha seinkar madur klukkunni um einn tima) verdur alveg "ogedslega" dimmt frekar snemma a daginn. Utskyrir hvers vegna Sviar setja logandi kertaskreytingar a hausinn a ser....? -eda hvad?

13 nóvember

Rokna rottur rotna

Thad eru rottur í husinu. Vid hofdum ekki hugmynd um thad fyrr en Olle husvordur sendi hingad her meindyraeyda i merktum buningum med neonblatt eitur í farteskinu. Tveimur dogum seinna var komin upp tilkynning i stiganganginum thar sem Olle husvordur bidst afsokunar a othaegilegri lykt.... Nu rotna rotturnar haegt og orugglega herna a Frigangsgotunni. Oj. Eg man eftir thvi ad rotta sast a onefndum stad i Reykjavik og sent var eftir meindyraeydi sem hardbannadi mer ad segja aukatekid ord um dyrid. Hann helt thvi fram ad folk thyrfti ekkert ad vita af rottum thvi tha verdur thad hraett af othorfu. Annars allt i godu gotti i Gautaborg en mjog kalt.

12 nóvember

taeknilegir ordugleikar

Eins og gloggir lesendur sja birtist tengilinn "skodid myndir helgarinnar!" fyrir framan hverja einustu faerslu a thessari sid°u. Thetta gerist vegna thess ad eg kann ekki nogu vel a "taeknilegu hlidina" - Hvet ykkur sumse eindregid til ad skoda myndir helgarinnar....

Melt gleraugu?

Hulda vill ekki fara ad sofa á kvöldin. Í gaerkvöldi logdum vid hana orugglega fimmtan sinnum i "sitt rum" en hun stod alltaf upp og hlo svolitid spennt thegar pabbi kom ad leggja hana aftur. Hun virdist lita a thetta sem skemmtilegan leik. Min kenning var vitanlega su ad thetta vaeri stadfesting thess ad Hulda hefdi bordad gleraugun hennar mommu sinnar og hun vaeri enntha ad melta thau... Ja, - alveg thangad til eg fann gleraugun !! Thau fundust ofan a geisladiskum sem vid hlustum aldrei a inni i stofu. Nu hef eg sumse fengid sjonina a ny, - Gudi se lof. -Keypti Santa Maria pakka "kit" sem eiga ad endast okkur ut vikuna og nokkur kilo af djupfrystum kjuklingi.. - Bullandi hversdagur.

11 nóvember

umbudamiklir fundir

Akaflega vidburdarik helgi ad baki og hversdagurinn tekinn vid. Stina fraenka vard orugglega thritug og helt upp a thad med pompi og prakt i nyjum kjol. Gaman ad hitta Hildi og Asgeir, og Stinu og Palma audvitad, svo eg tali nu ekki um hana Moggu vinkonu. Forum i svo langan og finan gongutur a sunnudaginn ad timdi ekki ad fara og missti af lestinni til Stokkholms. Sem betur fer ganga enntha rutur a milli stada. Palmi vildi halda thvi fram ad margir Sviar vilji alls ekki taka lest og ferdist alltaf med rutu. Kannski ad thad se alveg rett hja honum thvi hvert einasta saeti i rutunni var upptekid (kannski ad thad hafi bara verid Finnar og Islendingar...). Finnst eins og eg se i utlondum thegar eg kem til Stokkholms. Haerri hus, nedanjardarlestar og mannthrong. Er ekki fra thvi ad Hulda hafi breyst fra thvi fyrir helgi. Nu segir hun "takk" thegar madur rettir henni eitthvad og er farin ad geta dypt skeið i skal og thadan i munn (eg fekk svo mikinn innblastur af thvi ad hitta hana Gunnhildi fraenku mina um helgina sem getur gert alls kyns hundakunstir, m.a. bordad Cherioos med skeid !!!). Annars allt i godu. Verd ad klaeda Huldu thvi Ulla dagmamma aetlar ad hitta okkur a Jarntorginu eftir korter.

07 nóvember

Gleraugu - gomul og ny

Þad vard svo kalt uti i eftirmiddaginn ad eg vard tilfinningalaus i puttunum eftir ad hafa gengid thennan stutta spol fra Jarntorginu og heim. Alice litla (dottir nagranna okkar - jafngomul Huldu) var sett organdi a stofugolfid adur en eg var komin ur kapunni thvi mamma hennar er ad thrifa. -Thetta er agaett system thvi thegar eg tharf ad gera eitthvad i fridi eda fara nidur i thvottahus eda eitthvad set eg Huldu bara upp vid bokaskapana hja henni. (hehehehe) Eg stakk kexi upp i thaer sem thaer sitja nu einbeittar med og maula i einskonar thogn. Hulda hreyfir sig toluvert meira en Alice thannig ad madur tharf ad passa ad Hulda labbi ekki yfir hana eda hendi bokum ur hillunum i hausinn a henni thegar kexid klarast (ath. thetta er ekkert sukkuladikex heldur bara saenskt sykurlaust og naestum thvi bragdlaust barnakex). Svo er audvitad annad sem eg hef meiri ahyggjur af thegar kemur ad meltingunni hennar Huldu. A laugardagskvoldid tyndi eg gleraugunum minum og thau geta annad hvort verid i maganum a henni eda a ruslahaugum Gautaborgar vegna thess ad eg er buin ad gera algjora daudaleit af theim. Eg neydist til ad nota gomlu thykku stalgraau gleraugun sem meida mig i haegra eyrad. Her halda allir ad eg se komin med ny gleraugu en heima a Islandi myndu allir fatta strax ad eitthvad hefdi komid fyrir gleraugun min. I kvold verdur einskonar framhald af gaerkvoldinu ad thvi leiti ad vid faum somu gesti i heimsokn... Nu er hins vegar ekki aetlunin ad borda saman heldur spila bridds. Gaui fann einhverjar heimasidur um bridds fyrir byrjendur sem mer var gert ad lesa i morgunsarid. Eg gafst upp eftir kaflann um "gjof" thannig ad eg a fyrir hondum mjog laerdomsrikt kvold. Vona ad gestirnir og Gaui hafi tholinmaedi til ad spila med mer...

06 nóvember

Titta

Sonur Hollu og Atla, Egill Gauti byrjar vonandi hja Ullu dagmommu i januar. Thau foru i heimsokn til hennar i dag og skodudu "adstaedur." Hulda er sogd hafa ljomad eins og sol i heidi thegar thau birtust hja Ullu. Holmfridur, dottir Gudrunar "hans Einars" kom med mer heim eftir "brjaladan" islenskutima þar sem krakkarnir leku a alls oddi. Holmfridur kom med ad saekja Huldu og svo las eg fyrir hana ur Elias-bok. Humorinn i Eliasbokunum eldist ekkert. -Hvad vard um Audi Haralds? Af hverju haetti hun ad skrifa um Elias? Einar "Pi" (hann kann svo marga aukastafi vid pi) og Asta komu i mat. Thau aetla ad byrja i doktorsnami vid Chalmers naesta haust, -thegar thau koma aftur ur heimsreisunni til Asiu... Keypti mida til Stockholms i dag. For med Eyjo fraenda nidur i bae ad kaupa midann eftir ad hafa gert itrekadar tilraunir til ad kaupa lestarmida a netinu. Komst ad thvi eftir duk og disk ad saenskar jarnbrautir hf. taka ekki kreditkort fra Islandi og Finnlandi ! Aetla ad hitta Möggu adur en eg fer til Uppsala. Tilhlokkun a tilhlokkun ofan....

05 nóvember

Naan

Gaui er kominn frá Linköping, dauðþreyttur. Eyjólfur fluttur til Eddu í næstu götu. Nú finnur maður hvað það er gott að eiga góða ættingja. Eyjó og Huldu varð mjög fljótt til vina og hann gaf frænku sinni barnafarsíma (sem hún elskar).... -kannski við Gaui kíkjum í bíó bráðum. Pöntuðum indverskan mat og Halla og Atli komu. Ég er mjög hrifin af indverskum mat og get borðað nánast hvað sem er ef það er kryddað á indverska vísu. Huldu finnst Naan brauð mjög gott en hún var svo þreytt þegar við borðuðum að henni datt ekki annað í hug en að kasta brauðmolunum í gólfið. "Orkaði" ekki að stinga neinu upp í sig nema snuðinu.

04 nóvember

Bækur trúarlegs efnis

Í nótt keyrði Gaui með samstarfsfélögum sínum á ráðstefnu til Linköping. Hann fór vopnaður tannbursta og plakati um transistora í brúnum flauelsbuxum sem hann viðurkenndi fyrir mér, þar sem ég lá í svefnrofunum, að sér þættu eiginlega ekki nógu fínar. Ermarnar á bláu peysunni sem hann var þá í ná honum niður á miðja framhandleggi. Hann hljóp um íbúðina þangað til hann fann svörtu rúllukragapeysuna og hljóp svo út í bíl. Þessi sena (mig var örugglega ekki að dreyma) styrkti mig í þeim einlæga ásetningi mínum að kaupa ný föt handa Gaua í náinni framtíð. Hulda fann tvo nýja fullorðinstannbursta í pakka og náði að opna pakkningarnar og bursta í sér tennurnar með þeim báðum áður en ég kom að henni. Hún gengur með og skríður en er svo yndislega "kvenlega" varkár að hún þorir ekki að ganga ein. Ég veit samt alveg að hún getur það því mér hefur tekist að plata hana til að standa ein og óstudd. Huldu finnst skemmtilegast að tala í síma - en hún verður alveg mállaus af ótta ef einhver svarar henni á hinni línunni...! Svo finnst henni líka afar skemmtilegt að tæta úr skúffum og bókaskápum. Það eru þá helst bækur með trúarlegu ívafi sem hún kippir hverri á eftir annarri úr skápum og hendir í gólfið. Konan sem á íbúðina var víst að læra einhverja trúarbragðafræði og skildi námsefnið eftir í neðstu hillunum í skápnum inni í stofu. Spurning hvort ég pakki þessum bókum niður í kassa. Annars er ég að huga að umsókn í framhaldsnám. Tilhugsunin um "motivation brevet" sem ég skrifaði og geymi í tölvunni sendir hroll niður bakið á mér. Ég get ekki skrifað eðlilegt "motivation brev". - En æ hver getur það svosem? Get talið heiðgul laufin á trjánum hérna fyrir utan með fingrum beggja handa. Það er hlýtt úti en myrkur er skollið á milli klukkan þrjú og fjögur þannig að það er alvöru vetrarstemmning.

02 nóvember

Fyrsti póstur

Ætla að blogga. Segi hér með "sambandsleysis-samviskubitinu" stríð á hendur.







Powered by Blogger