26 apríl

twilight zone

Þegar ég vaknaði við haglélið sem dúndraði við svefnherbergisgluggann og leit á úrið áttaði ég mig á því að ég hafði sofið yfir mig, 3 tíma. Misst af fundi sem var ákveðinn fyrir þremur vikum... Ég rauk í símann og hringdi til að láta vita að ég væri miður mín, en á leiðinni... Það svaraði ekki. Hringdi í 118 og fékk upplýsingar um rétt númer. Hringdi aftur, svaraði ekki... Hljóp inn og klæddi Huldu (sem var sofandi) í útiskó og allt og lét hana standa sofandi í ganginum á meðan ég burstaði tennur og ákvað með sjálfri mér að hringja í leigubíl. Kveikti á útvarpinu en fann ekki rás eitt... Hljóp að símanum og ákvað að prófa farsímanúmerið hjá samstarfskonu minni. Hún svaraði strax. Ég spurði hvort Soffía væri ekki við og var alveg miður mín yfir að vera ekki mætt í vinnuna. "Afsakið!" Þá sagði konan sem svaraði: "Helga mín, klukkan er bara sex." Ó. Ekki skrýtið að ég finni ekki rás 1. Dagskráin ekki byrjuð. Úrið mitt varð batteríslaust klukkan tíu mínútur yfir ellefu í gærkvöldi. Ég var eins og fífl, búin að stressa mig upp úr öllu valdi, hringja í 118 og biðja um símanúmerið hjá listasafninu um miðja nótt, klæða barnið sofandi í útigallann.... -Hef hlegið og grátið til skiptis í allan dag. Þreytt og ringluð. Hulda sofnaði klukkan hálf sjö í kvöld.

25 apríl

slingir fingur

Ég skrifa lítið á þessa síðu af heilsufarsástæðum... Fæ illt í hendurnar af öllu þessu sífellda pikki á lyklaborðið og klikki á músina. Jamm...

23 apríl

..

Þrjár vikur og þrír dagar þangað til ég á að skila ritgerðinni góðu. Nú þarf ég að spýta í lófana.

Fegin þegar ég sá að einhver hafði opnað útihurðina á húsinu á móti í dag. Horfði á fugl reyna að fljúga út um gluggann á efri hæðinni í því húsi í fyrradag. Var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hringja í lögguna en hætti við.

18 apríl

stutt vor

Vorið er komið. Ekki seinna vænna. Sumardagurinn fyrsti er eftir tvo daga...

09 apríl

You Are a Learning Cook
You've got the makings of an excellent cook, and the desire to be one.
But right now, you're just lacking the experience. You couldn't be a top chef yet, but you could be an apprentice.Powered by Blogger