30 nóvember

og meira

Jólaundirbúningurinn náði nýjum hæðum þegar við keyrðum í Heiðmörk með plastpoka og hnífa til að sækja sortulyng á jólatréð.

Næsta verkefni er að púa vindla til að skapa "réttu stemmninguna" á borgaralegu heimili.

28 nóvember

stúss

Í vinnunni minni eru allir komnir í jólagír og það er mandarínulykt í loftinu. Þeir lofa sænsk-íslenskri jólastemmningu í Ikea og þangað ætla ég á eftir... Er mögulega búin að redda 300 víðigreinum fyrir jólaföndrið um helgina.

>>Þetta er ennþá skemmtilegt

26 nóvember

hvað varð um peter sellers?

sjónvarpið mitt slekkur á sér og hefur gert síðan ég keypti það nýtt, eftir að það kom úr viðgerð en ekki síst eftir að ég fékk nýtt sjónvarp fyrir þetta sem var gallað "og slökkti alltaf á sér". Ég ætla bara að sætta mig við þetta vegna þess að oftar en ekki hvetur þetta mig til að gera eitthvað annað en að horfa á sjónvarpið. Í gærkvöldi var sjónvarpsvilji minn hins vegar einbeittur og EKKERT annað komst að. Náði að horfa á 2 klst og 45 mínútur eða eitthvað af mynd um ævi leikarans Peter Sellers og hann var orðinn gráhærður og tekinn og fluttur til Sviss og alveg að deyja (held ég) þegar sjónvarpið slökkti á sér... Ég náði ekki að horfa á síðustu mínútur myndarinnar því það tók svo langan tíma að ræsa sjónvarpið aftur. Dó hann? Eða lifir kannski enn, -eins og Elvis? Sættist hann við fyrrverandi eiginkonu sína og börn?

24 nóvember

morðgáta

það jafnast ekkert á við að borða júmbó langloku fyrir framan tölvuna í hádeginu og mylja fræin ofan í lyklaborðið. Tölvan er nýkomin úr viðgerð því móðurborðið var dautt.

Sól og frost í dag, tvö boð í kvöld. Búin að kaupa piparkökur.

23 nóvember

solitary sister...

samstarsfélagi minn á safninu er góður DJ. þegar ég kom í vinnuna áðan var lagið "Solitary Sister... Solitary Brother.... Is there still a part of you that wants to live..." í tækinu. Það er nú ekki ónýtt lag svona á fimmtudagsmorgni í Árbæ.

21 nóvember

jólastemmningin í hámarki

Ég er sammála Sigga (sjá Siggabloggið) því jólastemmningin í hjarta mínu nær yfirleitt hámarki í lok nóvember, byrjun desember. Fyrirgef fólki alveg að vera búið að setja upp aðventukransinn og kaupa allar jólagjafirnar. Þississitt.

á sumardekkjum í snjó

Yarisnum hefur verið lagt. Tók strætó í vinnuna í morgun. Færðin á Freyjugötunni er eins og dalvíska snjógerðarvélin hafi fengið að leika lausum hala milli bílanna og sumardekkin eiga ekkert í færðina. Örtröð á dekkjarverkstæðin.

Fór í birtulampann í Vesturbæjarlauginni í gærkvöldi...

18 nóvember

dómur

sykurmolarnir voru góðir. Áhorfendurnir á tónleikunum voru ekki góðir. Margir sem stóðu framarlega til að taka tónleikana upp með farsímunum sínum og myndavélum. stóðu eins og steinrunnir og létu eins og í hvalaskoðun. "Yes, I have seen Björk...". Uss..

Maðurinn sem klippti á mér hárið í morgun er að læra húsasmíði en vinnur á hárgreiðslustofu um helgar.

17 nóvember

Regína

Það er ekki leiðinlegt að eiga miða á tónleika Sykurmolanna í kvöld.

Svo kalt í morgun að það var sárt að ganga milli húsa.

16 nóvember

rok

Þegar ég fór út í morgun lá gasgrill nágrannanna á hliðinni fyrir utan útidyrahurðina mína.

15 nóvember

kona tekur til við bloggið á ný

ætla að byrja aftur að blogga vegna þess að ég vorkenni svo vinum mínum í útlöndum sem eru "alveg dottnir út" og vita ekkert "hver er með hverjum" í Reykjavík lengur...Powered by Blogger