29 júní

Ha?

Ég vona að þetta sé allt byggt á misskilningi og sé partur af árshátíðarbrandara eða eitthvað...

20 júní

Taktlausari skilaboð hef ég ekki séð.

Horfðum á England-Svíþjóð. Í hálfleik var sýnd mjög löng auglýsing frá Orkuveitu Reykjavíkur. Gott ef þetta er ekki lengsta auglýsing sem ég hef séð í sjónvarpi. Hún er eins og tónlistarmyndband úr sígildri söngvamynd, með fullt af leikurum, hnittnum söngvara sem syngur í jakkafötunum í sundi og vatnsgreiddum strák sem spyr "hvaðan orkan komi". Það er gefið í skyn í auglýsingunni að "af orkunni sé gnægð" og að við "skilum henni til baka eftir notkun"... (svona syngur hann þar sem hann keyrir á blæjubíl). Mér skilst að Orkuveita Reykjavíkur sé eina orkuveitan sem ég get skipt við þannig að fyrirtækið er ekki í samkeppni við önnur. Orkuveitunni hefði verið nær að selja venjulegu fólki ódýrari orku í stað þess að auglýsa, auk þess sem skilaboðin sem koma fram í auglýsingunni eru vægast sagt loðin, nei annars, -bókstaflega ósmekkleg. Við styðjum um þessar mundir stríð sem er háð um orkuauðlindir. Ég held ég hafi aldrei séð jafn taktlausa auglýsingu.

16 júní

Hár

Hulda fór í klippingu í gær. Undan hárinu kom undurfagurt barnsandlit. Hún segist nú lykta eins og barbí (hársprey sem ég skil ekki af hverju er sett í hár á 3 ára barni)...

Á meðan Svíþjóð spilaði gegn Paraguy á HM í gærkvöldi horfði ég á hvernig fólk gekk eftir hraðbrautinni út úr Gautaborg, svo auðar voru götunar. Blokkinn titraði þegar Svíþjóð skoraði markið góða.

Úti skín sól í heiði. Ætla að fara með barbílyktandi-nýklippta barnið á róló...

14 júní

hugleiðingar

07 júní

planið

Við mæðgur fljúgum heim til Íslands sunnudaginn 18. júní frá Gautaborg með express. Um helgina ætla ég að þiggja það í gjöf frá Gaua að fara barnlaus til Kaupmannahafnar með bókina sem mig langar til að lesa og gönguskó... Nú ætla ég að gera lista yfir öll söfnin sem mig langar að skoða þar og finna gistingu! (ef einhvern dauðlangar að hitta mig í Köben til að skoða söfn í þrjá daga er sá velkominn með...).

Í kvöld útskrifast ég formlega sem "safnafræðingur"!

05 júní

Allur úr jafnvægi

Sumarið kom óvænt á laugardaginn. Við fórum í Liseberg og Hulda fékk risastórt sleikjó-snuð í bandi sem mun eyðir glerungi hratt og örugglega. Við mæðgur eyddum gærdeginum í heimsókn hjá vinafólki sem býr uppi í sveit. Huldu hafði látið sig dreyma um að vera berfætt í grasi um sumar í sveit og lét ekki segja sér það tvisvar heldur fór bara úr og hljóp í hringi í túninu eins og lítill kálfur (kannski var það sykurinn í sleikjó-snuðinu sem lét til sín segja).

Mér finnst nýjustu tíðindi af Framsóknarflokknum bera þess merki að helstu markaðsráðgjafar flokksins hafi látið af störfum föstudaginn fyrir kosningar. Aftur á móti velti ég því fyrir mér hvort Íslendingar séu kannski ekki nógu margir til að stjórnmálaflokkar geti telft fram nýjum mönnum þegar það hentar. Hvað haldið þið?







Powered by Blogger