15 desember

jolin

A koraefingunni i kvold uppgotvadi eg ad i "Heims um bol" eru nokkrar linur sem eg get ekki sungid og hef ekki getad sungid sidustu ar vegna thess ad eg verd alltaf svo klokk, "yfirkomin" af jolagledi og kaerleika..... Thar sem eg sat i kirkjunni og korinn aefdi "Heims um bol" fyrir jolamessuna kom ekki eitt einasta hljod upp ur mer thott vid vaerum "bara ad renna hratt yfir thetta i roddum...." Kjarni jolanna kemur fram i halsinum a mer i tveimur linum i thessum jolasalmi. Thar med er hann fundinn.......

13 desember

g

Hvort sem er rigning og rok

Inni annan daginn i rod. Thad er allt i lagi thvi thad er hvort sem er svo vont vedur. Sjaum blautt folk fjuka framhja glugganum, Hulda vinkar og segir "bae bae" Profid hja Gaua er a morgun, sunnudag (milli 13-17). Eg hef ekki mikid alit a professornum sem laetur nemendur gangast undir prof a 3ja i adventu..... -og eg let sko Gaua skila thvi til hans med kvedju. Er ad reyna ad prjona hufu. Komst ad thvi adeins of seint ad eg fitjadi upp eins og eg aetladi ad prjona barnapeysu... ae ae.

11 desember

ooooooooooo

Hulda kom heim fra Ullu med 40 stiga hita. Eg er lika ordin veik. Fekk jolagjof fra nemanda minum i dag og jolakort fra odrum ungum nemanda thar sem nafnid mitt er stafsett med "k-i" i stadinn fyrir "g"...... mjog saett.

10 desember

Nobeldagen

I dag halda Sviar upp a arlegan nobeldag. Allir sem skipta mali i saensku thjodlifi eru ad borda mat i beinni utsendingu i sjonvarpinu... Viktoria prinsessa er i ljosblaum kjol. Thad eru tveir sjonvarpsthulir sem hvisla lysingum a folkinu og klaednadinum og matnum eins og thulir sem lysa enskum snoker eda golfleik. ,,og tharna er kona med teygju i harinu ad borda kex...." Eg held eg se ad verda veik. Ekki gott.

09 desember

Skurad i stormarkadnum

Vid maedgur komum stundum vid i ICA (matvoruverslun) a leidinni heim fra Ullu dagmommu. I dag forum vid thangad til ad kaupa dijon sinnep, pytt-i-panna og braud. Thetta er svo litid ad thad tekur thvi ekki ad taka korfu eda kerru thannig ad eg leyfi Huldu ad "passa" matinn i vagninum. Thegar vid komum i rodina (long rod i ICA milli kl fimm og sex i eftirmiddaginn....) heyrist brothljod - splass !!! -og upp gys megn dijon sinneps lykt. Eg horfdi i golfid og sa hvar bananarnir (sem eg keypti lika) lentu ofan i sinnepinu. Oj. Konan a kassanum kom med tissju thar sem eg stod vandraedaleg og eldraud i framan. Eg thurfti ad finna poka sjalf til ad moka glerbrotunum og sinnepinu upp i. Oj. Hulda var alsael a medan, veifadi folkinu sem stod i rodinni og hlo, sannkalladur sigurvegari. Thetta kennir manni ad gefa aldrei barni i barnavagni glerkrukkur i verslun... (-eda hvad?)

08 desember

Islenski thodsongurinn ekki i sjonvarpinu

Finnskt thema i saenska sjonvarpinu a laugardaginn. Saum brot ur heimildarmynd um finnska oskurkorinn thar sem synt var fra ferdalogum korsins til Japans og Islands. Thar voru sko ekki syndir hverir ne fossar, ekki Svali, enginn sterkur madur og ekki fallegar konur (thad sast reyndar i bakid a Soffiu Karlsdottur kynningarstjora Listasafns Reykjavikur). En thad voru margar minutur tileinkadar logum Althingis um islenska thjodsonginn ! Thad er bannad med logum ad flytja songinn odruvisi en i upprunalegu utsetningunni og Finnarnir attu ekki ord (eda ju their attu sko fullt af torskildum ordum). Faum frettir af ovedri og rafmagnsleysi i Svithjod i gegnum ruv.is. Her skin sol i heidi og thad er bara frekar hlytt.

05 desember

Tiltekt

Pabbi Ullu dagmömmu er niraedur, datt um sidustu helgi og er oliklegt ad hann lifi. Ulla hefur thvi verid i frii i gaer og i dag. Hulda hefur verid mjog upptekin vid ad rota upp ur skuffum og taka til i skapum og eg hef somuleidis verid dugleg ad taka til. Folkid sem a ibudina og allt dotid i henni aetlar ad vera herna yfir jolin... God helgi med godum mat og godum jolamarkadi framundan.

02 desember

Prof i desember

Lutfiskurinn reyndist bragdast eins og eg imynda mer ad silikon bragdist. Eins og bragdlaust hlaup. Eins og eitthvad sem madur a ekki ad borda. Gaui var lengi ad afhyda kartoflurnar a disknum sinum og skar thaer varlega i bita. Hann vard svo a svipinn eins og litid barn sem er latid borda hratt spinat thegar hann kyngdi eina fiskbitanum sem ratadi a diskinn. Eg bad hann um ad klara kartöflurnar og afma sidan oll ummerki eftir thennan dularfulla fiskrett. Annars er eg ad leggja prof fyrir nemendur mina. Thau eiga ad geta fallbeygt nofn systkina sinna og foreldra, auk thess ordin "hestur" og "Pall".

Lútufiskur ?

O nei... Eg hef ekki haft fisk a bordum sidan vid bordudum yfir okkur af gradaosta-laxinum fyrir longu longu sidan. Akvad thvi ad hafa fisk i matinn i kvold. For i ICA (ca. 10-11) og kom heim med eina fiskinn sem var til i budinni : "Lutfisk" ! Thad er skemmst fra thvi ad segja ad nu hef eg hef flett i tveimur ordabokum og athugad "Lutfisk" a netinu en eg er engu naer.... Eg er farin ad hallast ad thvi ad Lutfisk se skata thvi manni er radlagt ad leggja hann i kalt vatn i tvo til thrja klukkutima adur en matreidsla hefst. En eg er ekkert viss. Fiskurinn er einhvernveginn eins og eg imynda mer silikon, svona plastkennt-hlaup. Spurning dagsins hlytur ad vera hvad lutfiskur se. Annars er naestum thvi althjodlegi afmaelisdagurinn i dag thvi thad eiga svo margir afmaeli 2. desember. Thad kom mer ekkert a ovart thegar Lea (nemandi minn) sagdi mer ad pabbi sinn aetti afmaeli i dag. Eg svaradi audvitad "minn lika !"....

01 desember

Nyjasta "lik" tilfellid !!

Dancing in the dark is bad for you
You are "Dancer In The Dark". You put
all you have into work just to make ends meet.
Give yourself a vacation or you may end up
killing someone.

!?!What Indie Film Personality Are You!?!
brought to you by Quizilla

Thu ert svo lik !

Jaeja helgin var kannski ekki svo hraedileg. Stoppadi stutt vid a aefingunni a laugardaginn og Gaui vann ekki alveg jafn lengi og hann aetladi ser.... I gaer var adventugudthjonusta og frekar hatidleg stemmning i Skarskirkju, sungin jolalog og kveikt a kertum. Hulda kom med og sat bara stillt i fanginu a Eyjo fraenda sinum. Eyjo tok nokkrar myndir sem eru vistadar sem "30_11" undir "Parent Directory" a somu heimasidu og hinar myndirnar sem hann hefur tekid. Fekk ad heyra thad nokkrum sinnum um helgina ad eg vaeri alveg eins og Carolina Klyft eda Klöft eda hvad hun heitir heimsmeistari kvenna i sjothraut. -Saensk thjodhetja... Thad var ekki nema ein kona sem fannst eg likjast fraenku sinni fyrir nordan. Eg er nu samt alltaf sjalfri mer lik (er thad ekki?)







Powered by Blogger