15 desember

Svona eru jólin:

Í gærkvöldi sá ég myndbandið við jólalag jólalaganna Last Christmas með Wham!. Lagið stendur alltaf fyrir sínu en myndbandið var tekið upp árið 1984 og þótti mjög smart. Það er skemmst frá því að segja að ég fékk menningarsjokk. Ótrúlegt að það séu liðin 20 ár síðan Wham! var upp á sitt "besta", næstum því enn ótrúlegra að okkur skyldi hafa fundist þetta flott... Vegir mannsins eru órannsakanlegir.

Last Christmas I gave you my heart
But the very next day you gave it away
This year to save me from tears
I'll give it to someone special

Last Christmas I gave you my heart
But the very next day you gave it away
This year to save me from tears
I'll give it to someone special

Once bitten and twice shy
I keep my distance but you still catch my eye
Tell me baby, do you recognise me?
Well it's been a year it doesn't surprise me
(Happy Christmas!)
I wrapped it up and sent it
With a note saying "I love you" I meant it
Now I know what a fool I've been
But if you kissed me now I know you'd fool me again

Last Christmas I gave you my heart
But the very next day you gave it away
This year to save me from tears
I'll give it to someone special

Last Christmas I gave you my heart
But the very next day you gave it away
This year to save me from tears
I'll give it to someone special

A crowded room, friends with tired eyes
I'm hiding from you and your soul of ice
My God I thought you were someone to rely on
Me? I guess I was a shoulder to cry on

A face of a lover with a fire in his heart
A man undercover but you tore me apart
Now I've found a real love you'll never fool me again

Last Christmas I gave you my heart
But the very next day you gave it away
This year to save me from tears
I'll give it to someone special

Last Christmas I gave you my heart
But the very next day you gave it away
This year to save me from tears
I'll give it to someone special
A face of a lover with a fire in his heart

A man undercover but you tore me apart
Maybe next year
I'll give it to someone
I'll give it to someone special

14 desember

bráðum

Er komin í jólafrí. Kennari síðustu tveggja daga (tæknifræðingur frá Englandi) hefði þurft amk viku til að koma efninu frá sér. Horfðum á klukkuna og fengum kaldan svita á meðan hann frussaði út úr sér völdum brotum af því sem hann hafði að segja - hann átti ca. 60 glærur eftir þegar leigubíllinn kom að sækja hann út á völl.

Ég get ekki hlustað á rás 2 í beinni (tölvan er eitthvað biluð) og er þar af leiðandi ekki í jólaskapi. Hef ekki heyrt "svon'eru jólin" eða "vild'ða væri jólahjól" í ár og án þessarar tónlistar kemst ég ekki í jólaskap. 10 stiga hiti úti en myrkur allan sólarhringinn.

12 desember

Riisipiirakka

Helsinki er allt öðruvísi en Gautaborg. Myrkari, þögulli og þyngri en mér finnst hún líka einlægari, -ef borg getur nokkurn tímann orðið einlæg. Nú hef ég margt að hugsa um. Sakna Huldu.

08 desember

Suomi

Kennarinn minn ráðleggur mér að athuga með Helsinki í Finnlandi... Mér finnst það svo spennandi kostur (þeir tala sænsku) að ég keypti mér flugmiða þangað. Fer á föstudaginn og kem aftur á sunnudaginn. Ætla að heimsækja bekkjarsystur mína úr heimspekinni í leiðinni. Það verður gaman.

06 desember

margir tjallensíng dagar...

Á meðan ég breyti heimilinu í sannkallaða IKEA paradís og hliðra til að skapa pláss fyrir enn meiri samanskrúfaða furu (og á meðan dóttir mín fer í opinberar heimsóknir á Íslandi!!) brýt ég heilann um hvað ég á að gera við sjálfa mig næsta haust... Sko. Innifalið í náminu er þriggja mánaða "námsdvöl" á safni sem ég vel sjálf. Ég gæti farið til Íslands eða Grænlands eða S-Afríku eða verið áfram í Svíþjóð eða farið hvert sem er. Blessunarlega á ég lítinn pening og mann og barn þannig að val mitt miðast við eitthvað raunsætt miðað við aðstæður. Ég er svolítið spennt fyrir Danmörku en hrædd við dönsku..., spennt fyrir Stokkhólmi..., London, New York... Hvet ykkur sumsé eindregið til að halda áfram að fylgjast með þessari æsispennandi framvindu tjallens 2004 á Frigangsgötunni þar sem allt er bókstaflega að verða vitlaust

04 desember

Allt að gerast; tjallens continues...

Vaknaði blessunarlega seint í morgun (hef ekki sofið almennilega í margar nætur). Settist við tölvuna með kaffibolla og fór á mbl þar sem fyrirsögnin blasti við:
Nokkrir menn ruddust inn á heimili í Fossvogi; tveim skotum hleypt af...
Hringdi í Haðalandið. Þau eru öll óhult. Hjúkk.

Fór í Ikea í gær með nágrannanum. Hann á bíl. Við fórum í hraðferð niðureftir til að sækja ákveðna hluti, hann ætlaði að kaupa rúm og ég barnahúsgögn handa Huldu (ekki segja henni - þetta er jólagjöf). Hljóp í gegnum búðina til að hann þyrfti ekki að bíða eftir mér. Ég hitti hann við kassana og ég var á undan í röðinni. Borgaði fyrir mig og fór svo í pylsuröðina á meðan hann borgaði fyrir sig. Ég veit ekki fyrr en hann kemur hlaupandi í áttina til mín og spyr mig óttasleginn til augnanna hvort ég eigi pening. Ég henti frá mér pylsunni og pepsíinu og hljóp veifandi debetkortinu mínu að kassanum þar sem var að myndast löng röð. Endaði með því að ég borgaði rúmið fyrir Jóakim. Hann var alveg miður sín og útskýrði í löngu máli fyrir konunni að hann ynni í banka og að hann ætti pening... Enda kom í ljós þegar við vorum komin heim að tölvukerfið í bankanum var bilað. Son'er'da...

03 desember

fjórði og fimmti í tjallens

Ég keypti niðurtalningar kerti áður en Hulda og Gaui fóru og sá fyrir mér að ég myndi sitja í eldhúsinu og kveikja samviskusamlega á því á hverjum degi og fylgjast með vaxinu bráðna og bíða óþreyjufull eftir að ég mætti kveikja á því næsta dag. Komst að því í morgun, að ég hef svo gott sem ekki vaskað upp (þar fauk húsmóðurs-titillinn út um gluggann) - hvað þá kveikt á kerti. En þetta stendur allt til bóta. Í dag ætla ég að kveikja á kerti og vaska upp og fara í Ikea!!!(nú fauk húsmóðurs-titillinn aftur inn um gluggann)

Í gær var því fagnað að búddastyttu verkefninu er lokið. Kynning okkar á verkefninu gekk hörmulega, Mahakala fékk sannarlega uppreisn æru, það fór allt úrskeiðis, tæknilegt og mannlegt. Ég er sannfærð um að það liggi bölvun yfir verkefninu. En mikið var þetta hressandi "fagn"...

Meira síðar, stay tuned.

01 desember

3ji í tjallens 2004

Mjög erfitt að sofna og skuggalega auðvelt að vakna. Var búin að baka brauð fyrir allar aldir, skúraði mesta í eldhúsinu og bauð búdda-styttu hópnum í hádegismat. Ég var afsakandi, ef mig skyldi kalla...

3ji í tjallens fór samt að mestu fram í Chalmers þar sem búdda-styttu hópurinn reyndi að prenta út verkefnið. Ég var búin að lýsa því fyrir ykkur hvernig bölvun leggst á hvern þann sem umgengst Mahakala af vanvirðingu. Það er skemmst frá því að segja að það tók ca.3 klukkutíma að fá verkefnið saman og úr prentaranum í heilu lagi. Say no more.

Nú lyktar allt af einhverri strawberry fuzzy geðveiki fyrir 300 kall úr Body Shop og krossgátan úr laugardagsmogganum svo gott sem leyst. Unaður.Powered by Blogger